Skemmtidagskrá

Fjölbreytt skemmtidagskrá verđur á Landsmótinu í Reykjavík dagana 1. - 8. júlí. Bođiđ verđur uppá alvöru sveitaböll, kántrýtónleika og gítarpartý í bland

Skemmtidagskrá

skemmmtun á landsmóti

Fjölbreytt skemmtidagskrá verđur á Landsmótinu í Reykjavík dagana 1. - 8. júlí. Bođiđ verđur uppá alvöru sveitaböll, kántrýtónleika og gítarpartý í bland viđ mikiđ af frábćrum hrossum.

FJÖLSKYLDUDAGURINN!

Sunnudaginn 1. júlí verđur frítt inn á svćđiđ og áhersla verđur lögđ á fjölskylduna, skemmtun, keppni í barna- og unglingaflokki og einnig munu landsţekktir tónlistarmenn og skemmtikraftar taka ţátt í gleđinni, en Jói P. og Króli mćta á svćđiđ, Leikhópurinn Lotta lítur viđ og  hoppukastalar og ýmislegt fleira skemmtilegt verđur í bođi. Alla mótsdagana verđur svo opiđ sérstakt leiksvćđi fyrir börn. Fjölskyldudagurinn er í bođi rćktunarbúsins Sumarliđabćjar og sćlgćtisgerđarinnar Góu. 

HORSES OF ICELAND TJALDIĐ!

Bođiđ verđur upp á fjölbreytta hliđardagskrá ţar sem frćđsla um allt sem tengist íslenska hestinum í glćsilegri ađstöđu sem verkefniđ Horses of Iceland stendur fyrir. Međal ţess sem verđur kynnt er; knapamerkjakerfiđ, líkamlegar mćlingar á knöpum, járningar, ýmsar sýnikennslur frá knöpum Hrímnis, hestamiđstöđinni Sólvangi og Félags tamningamanna, rćtt um fóđrun, fyrirlestur um val á hnökkum, greint frá meistararitgerđ um skeiđgeniđ og sagt frá áhrifum skeiđgensins á ganghćfni íslenskra hrossa. Sannarlega glćsileg frćđsludagskrá sem fer fram á Landsmóti.

LIFANDI ÍSLENSK TÓNLIST!

Tónlistin er aldrei langt undan ţegar hestafólk kemur saman og á Landsmóti verđa bćđi frábćr gítarpartý og alvöru sveitaböll. Međal ţeirra sem fram koma eru Albatross međ Sverri Bergmann, Röggu Gísla og Sölku Sól, Axel Ó & co., Helgi Björns og reiđmenn vindanna, Stebbi Jak og Andri, Sigvaldi Helgi, Grétar og Hebbi, Dísella Lár og Magni Ásgeirsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri mótsins. Tónlistardagskrá má sjá undir "Hliđardagskrá"

TOP REITER TJALDIĐ - HM Á RISASKJÁ!

Ţá verđur á svćđinu 15 m2 risaskjár í TOP REITER tjaldinu ţar sem sýnt verđur frá 16 liđa og 8 liđa úrslitum á HM í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi á sama tíma og Landsmót. Áfram Íslaaaaand! Nánari dagskrá má sjá undir "Hliđardagskrá"

Landsmót hestamanna

HELLA 6. JÚLÍ - 12. JÚLÍ 2020