Áskell Heiđar framkvćmdastjóri LM2018

Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráđiđ Áskel Heiđar Ásgeirsson framkvćmdastjóra mótsins.

Áskell Heiđar framkvćmdastjóri LM2018

Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráđiđ Áskel Heiđar Ásgeirsson framkvćmdastjóra mótsins.

Áskell Heiđar er menntađur landfrćđingur frá Háskóla Íslands, međ diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráđu í ferđamálafrćđi og viđburđastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University. Áskell Heiđar hefur skipulagt fjölda viđburđa hérlendis á undanförnum árum t.d. tónlistarhátíđina Brćđsluna, auk ţess ađ stýra Landsmóti hestamanna sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sl. sumar. Ţá kennir hann einnig viđburđastjórnun og ferđamálafrćđi viđ Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands.

Mótiđ mun marka ákveđin tímamót í rekstri landsmóta, en ţetta verđur í fyrsta sinn sem Landssamband hestamannafélaga mun ekki sjá um mótiđ, heldur mun hestamannafélagiđ Fákur sjá alfariđ um mótshaldiđ međ dyggum stuđningi Reykjavíkurborgar líkt og á síđastu landsmótum sem haldin hafa veriđ í Reykjavík. Fákur hefur stofnađ sérstakt félag, LM 2018 ehf. og skipađ ţví sérstaka stjórn sem mun stýra skipulagningu mótsins, en í henni sitja; Sigurbjörn Magnússon, formađur, Hjörtur Bergstađ, varaformađur, Ingibjörg Guđmundsdóttir, ritari, og međstjórnendur eru Katrín Pétursdóttir, Sigurbjörn Bárđarson, Haukur Baldvinsson, Áshildur Bragadóttir og Hrólfur Jónsson.

Búist er viđ miklum fjölda gesta á landsmótiđ sem fram fer fyrstu vikuna í júlí 2018 og ađ sögn Áskels Heiđars verđur fyrsta verkefni ađ undirbúa sölu á ađgöngumiđum og pökkum fyrir erlenda gesti ţar sem hćgt verđur ađ kaupa gistingu međ ađgöngumiđunum. Ţá mun nú fara af stađ vinna viđ ađ virkja ţann mikla kraft sem býr í hestamönnum og koma af stađ starfshópum sem taka ađ sér ákveđin verkefni í undirbúningi mótsins. „Landsmót er samvinnuverkefni ţar sem mjög margir leggja hönd á plóg og hér í Reykjavík eins og víđa annars stađar er til mikill mannauđur og mikil ţekking á svona mótahaldi, ţađ verđur mitt stćrsta verkefni á nćstu mánuđum ađ virkja ţennan mannauđ“ segir Áskell Heiđar.

Landsmótiđ í Reykjavík verđur ţađ 23. í röđinni en ţađ fyrsta var haldiđ á Ţingvöllum áriđ 1950. Síđast fór Landsmót hestamanna fram í Reykjavík áriđ 2012.


Landsmót hestamanna

Reykjavík 1. júlí - 8. júlí 2018