• Landsmót Hestamanna 2024 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

Breytingar á keppnisreglum sem taka gildi 1. apríl.

27.03.2024
Á FEIF þingi sem haldið var í febrúar síðastliðnum urðu ýmsar breytingar og lagfæringar á reglum gerðar á nokkrum stöðum. Breytingar þessar taka gildi 1. apríl og hafa verið færðar inn í regluverk LH.

Photo: Diana Zwingmann, photo competition 2023

Niðurstaða velferðarkaffi FEIF

27.03.2024
Á FEIF ráðstefnunni 2024 var öllum þátttakendum boðið að taka þátt í Velferðarkaffi FEIF þar sem fjallað var um velferð hestsins. Markmiðið með Velferðarkaffinu var að kafa ofan í margbreytileika hesta velferðar, með tilliti til allra þátta, hvort sem um ræðir í reiðhesta, almennt hestahald eða umhirðu.
Þulir á HM í Hollandi

Tékklisti fyrir þuli á íþróttaviðburðum

27.03.2024
FEIF gaf nýlega út tékklista fyrir þuli á íþróttaviðburðum. Listinn inniheldur yfirgrips miklar leiðbeiningar með áherslu á virk samskipti, þekkingu á reglum og fagleg vinnubrögð. Með því að fylgja þessum reglum má án efa auka árangur og skemmtanagildi bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Þulir bera ábyrgð á að tryggja þægilega framvindu keppninnar með því að stjórna tímasetningum og þá er mikilvægt að þeir gefi í rólegheitum skýr og hnitmiðuð skilaboð og séu vel að sér í regluverki þeirrar greinar sem þeir lýsa.

Íslandsmót ungmenna og fullorðinna 2024

25.03.2024
Mótið fer fram í Víðidal í Reykjavík og verður allt hið glæsilegasta. Eins og kunnugt er fer Landsmót hestamanna fram á sama mótssvæði í byrjun júlí og svæðið því í frábæru standi og eins og allir hestamenn þekkja, þá eru sumarkvöld í Víðidalnum með rjóma íslenskrar hestamennsku í braut upplifun sem erfitt er að toppa.
Styrkja LH

Vefverslun

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru