Landsmót gerir sitt allra besta til að öllum gestum líði vel á Landsmótssvæðinu. Ákveðin stæði hafa verið tekin frá á svæðinu, við báða vellina, þar sem fatlaðir munu geta lagt bílum sínum og horft á keppnina og kynbótasýningar mótsins á besta stað.
Þeir einstaklingar sem telja sig eiga rétt á þessum stæðum, þurfa að koma á skrifstofu mótsins og sækja um slíkan passa. Passinn er límmiði sem þarf að límast í hornið á framrúðu bílsins sem viðkomandi verður á.
Hvar eru þessi stæði?
Stæðin við Hvammsvöllinn/aðalvöllinn eru uppi á nýju möninni. Þangað komast fatlaðir með því að sýna bílapassann í aðalhliði, þ.e. aðkeyrsla frá Breiðholtsbraut.
Stæðin við kynbótabrautina eru við félagsheimili Fáks og þangað komast fatlaðir með því að sýna bílapassann í efra hliðinu við reiðhöllina, þ.e. aðkeyrsla um Brekknaás.