Upplýsingar

Landsmót hestamanna áriđ 2016 á Hólum verđur hiđ 22. í röđinni. Frá upphafi eđa frá ţví ađ Landsmót var fyrst haldiđ á Ţingvöllum, hefur mótiđ veriđ einn

Almennar upplýsingar

Landsmót hestamanna áriđ 2016 á Hólum verđur hiđ 22. í röđinni. Frá upphafi eđa frá ţví ađ Landsmót var fyrst haldiđ á Ţingvöllum, hefur mótiđ veriđ einn stćrsti íţróttaviđburđur landsins.

Fjöldi upplýsinga ţurfa ađ berast bćđi til keppenda, gesta og starfsfólks Landsmóts.  Vinsamlegast leitiđ upplýsinga í tenglunum hér til hćgri.

Landsmót á Hólum í Hjaltadal

Landsmót hestamanna verđur haldiđ á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní - 3. júlí 2016 í samstarfi viđ Gullhyl ehf. sem er samstarfsfélag  hestamannafélaga í Skagafirđi; Hestamannafélagsins Stíganda, Hestamannafélagsins Svađa og Hestamannafélagsins Léttfeta.  

Á Hólum er góđ ađstađa og húsakostur til mótshalds. Stćrsta byggingin er Brúnastađir en í henni eru 189 eins hests stíur og hluta ţeirra hentar fyrir stóđhesta. Ţađ er fyrst og fremst nýtt undir nemendahesta og hesta í eigu skólans, skólahestana. Í suđurenda Brúnastađa er 800 fermetra reiđhöll, Brúnastađahöllin sem var vígđ áriđ 2007. Í gamla hesthúsinu er pláss fyrir 20-30 hross. Áföst ţví hesthúsi er Skólahöllin, önnur 800 fermetra reiđhöll, sú fyrsta sem var reist á Hólum. Í tengibyggingu eru m.a. járningaađstađa og lítil kennslustofa. Ţriđja reiđhöllin, Ţráarhöllin, er langstćrst eđa um 1545 fermetrar, en ţar er áhorfendastúka. 

Talsverđar framkvćmdir vegna Landsmótsins fóru fram sumariđ 2015, bćđi á keppnis- og tjaldsvćđi. Međal annars var gerđur nýr kynbótavöllur, 4 áhorfendamanir, kerruplan, plan undir ţjónustu, ađalvöllur lagfćrđur og reiđleiđir og upphitunarbrautir lagfćrđar.  Fyrir mótiđ í sumar verđur jafnframt lagđur ljósleiđari inn á svćđiđ, rafmagn tengt inn á tjaldsvćđi og margt fleira. 

Hólar

Hólar eru einn sögufrćgasti stađur Íslands og biskupssetur um aldir. Auk ţess voru Hólar höfuđstađur Norđurlands í yfir 700 ár. Á Hólum hefur stađiđ kirkja frá 11. öld en núverandi dómkirkja á Hólum var vígđ áriđ 1763. Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi.

Háskólinn á Hólum

Hólaskóli tók til starfa áriđ 1882 sem bćndaskóli en skólahald á stađnum má rekja allt aftur til upphafs biskupssetursins. Háskólinn á Hólum er miđstöđ fyrir kennslu og rannsóknir í hrossarćkt og hestamennsku. Markmiđ hestafrćđideildar skólans er ađ veita fagmenntun á sviđi hrossarćktar, tamninga, reiđmennsku og reiđkennslu og ađ vinna ađ ţróun og nýsköpun međ rannsóknarstarfsemi. Međ ţessum hćtti er stuđlađ ađ aukinni arđsemi í atvinnugreininni, útbreiđslu hestamennskunnar og velferđ hestanna. Deildin er opinber miđstöđ menntunar og rannsókna á sviđi hrossarćktar, tamninga, reiđmennsku og reiđkennslu á Íslandi.

Sjá nánar á vefsíđu Háskólans á Hólum.

Sögusetur íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins var stofnađ ađ Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiđstöđ Íslands, Byggđasafni Skagfirđinga og Hólaskóla. Sögusetur íslenska hestsins er alţjóđleg miđstöđ ţekkingar og frćđslu um íslenska hestinn og heldur einnig úti öflugu sýningarstarfi. Í gömlu hesthúsi sem stendur í hjarta Hólastađar hefur Sögusetriđ komiđ upp sýningunni Íslenski hesturinn og var hún opnuđ 14. ágúst 2010. Sýningin miđlar međ lifandi og fjölbreyttum hćtti samspili hests og ţjóđar.

Sögusetriđ vinnur ađ ţví ađ skapa íslenska hestinum veglegt heimildasafn sem verđur ađ hluta til vistađ í sérstökum gagnagrunni og gert ađgengilegt almenningi á Internetinu. Setriđ tekur viđ og vistar muni og ađrar heimildir í samráđi viđ sérhćfđar stofnanir svo sem skjala-, ljósmynda- og minjasöfn svo og stofnanir sem vinna ađ málefnum hrossarćktar og hestamennsku. 

Sögusetur íslenska hestsins vinnur ađ rannsóknum og athugunum á sögu hestsins í víđasta skilningi. Sögusetriđ stendur fyrir og tekur ţátt í lifandi ţemasýningum og sögulegum yfirlitssýningum. Um er ađ rćđa sýningar, settar upp bćđi innanlands og utan, er varpa ljósi á sögu og notkun íslenska hestsins.

Sjá nánar á vefsíđu Söguseturs íslenska hestsins.

 

 
 
Landsmót - nćsti bćr viđ himnaríki?
        
                                                                                                                                            Mynd: Ragnar Th.     


Ţađ er hánótt, en samt er nćstum ţví eins bjart og dagur vćri. Sólin neitar ađ setjast. Hún felur sig kannski augnablik á bak viđ fjall eđa hćđ, en svo kemur hún aftur og sveipar nóttina dulúđlegri birtu. Ég fć á tilfinninguna ađ ćvintýri sé á nćsta leiti.

Ţetta var stórkostlegur dagur. Mér finnst ég hafa séđ öll bestu hross heimsins. Íslenski hesturinn er auđvitađ sá langfallegasti. Á morgun ćtla ég ađ kaupa mér folald, hryssu. Ég er alveg handviss um ađ gćfan mun ganga í liđ međ okkur. Hún mun verđa ein af ţeim bestu og gefa mér marga frábćra gćđinga.

Ég stíg út úr tjaldinu og út í nóttina — á vit ćvintýranna. Kannski hitti ég gamla vini? Kannski nýja? Kannski ástina? Tónlistin frá stóra hvíta tjaldinu berst út í bjarta sumarnóttina. Fólk situr fyrir utan tjöld og hjólhýsi í daufu ljósinu frá prímusnum, spjallar, syngur! Nćstum allir kunna ađ syngja. Hross drúpa höfđi í litlum hólfum rétt hjá, sátt og örugg. Hvar er ég eiginlega? Ţetta hlýtur ađ vera himnaríki!                                                                                                            

 

 

Landsmót hestamanna

Reykjavík 1. júlí - 8. júlí 2018