Veitinga og markaðssvæði

Það verður sannarlega nóg um að vera á Landsmóti á milli þess sem þú nýtur þess að horfa á glæsilega hesta á hringvellinum. 

Matur og drykkir

Á landsmótssvæðinu verður boðið upp á fjölbreytt úrval af mat og drykk.

Stórt matarsvæði verður staðsett í tjaldi ofan við aðalhringvöllinn.  Þar verður boðið upp á fjölbreytt úrval af veitingum sem hægt verður að borða á staðnum eða taka með sér í brekkuna.  Matarvagnar og tjöld verða auk þess til staðar með fjölbreytt úrval af mat. 

Verslun

Hægt verður að versla ýmiskonar íslenskan varning í markaðstjaldinu:  lopapeysur, útivistarfatnað, sætindi, skartgripi, listmuni, harðfisk og margt fleira.  Ef þig langar að selja þína vöru á Landsmóti 2020 skaltu hafa samband við framkvæmdastjóra Landsmóts, Eirík Vilhelm Sigurðsson, eirikur@landsmot.is

Almenn innkaup

Auðvelt er að gera almenn matarinnkaup í nágrenninu, hægt er að skoða staðsetningar á verslunum á www.kjarval.is og www.kronan.is

Markaðstorg.

Hefur þú áhuga á að taka þátt í markaðstorgi með þína vöru?  Hafðu endilega samband.