66°Norður bætist í hóp aðalstyrktaraðila LM2020

Eiríkur Vilhelm og Elín Tinna hæstánægð með upphaf samstarfsins.
Eiríkur Vilhelm og Elín Tinna hæstánægð með upphaf samstarfsins.

Við undirbúning Landsmóts hestamanna á Hellu 2020 hafa Rangárbakkar, þjóðaleikvangur íslenska hestsins ehf. sem er framkvæmdaaðili landsmótsins, farið nýja leið í samstarfssamningum og leitað átta aðila sem munu vera aðalstyrktaraðilar landsmótsins. 

Rangárbakkar munu í allri vinnu við undirbúning landsmótsins, og á meðan landsmóti stendur vekja athygli á aðalstyrktaraðilum landsmótsins. Þau fyrirtæki sem gerast aðalstyrktaraðilar munu njóta forgangs í allri kynningu á landsmótinu. Rangárbakkar munu vanda vel til verka við undirbúning landsmótsins og leggja sig fram um að gera framkvæmd þessa móts sem besta þannig að mótið verði lengi í minnum haft fyrir góða framkvæmd. Lykill að því eru sterkir bakhjarlar sem munu gera Rangárbökkum kleift að gera mótið eins gott og nokkur kostur er. 

Samningurinn við 66°Norður felur m.a. í sér að fyrirtækið verður með bás á markaðstorgi mótsins og fær sýnileika á vef LM2020 og á mótssvæðinu í sumar. 

LM2020 hlakkar til samstarfsins og sömuleiðis 66°Norður fólk, enda vön að vera með á landsmótum hestamanna. 

Það voru þau Elín Tinna Logadóttir sölu- og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs og Eiríkur Vilhelm Sigurðarson framkvæmdarstjóri LM2020, sem skrifuðu undir samstarfssamninginn á dögunum. 


Athugasemdir