Arion banki einn af aðalstyrktaraðilum LM2022

Við undirbúning Landsmóts hestamanna á Hellu 2022 hafa Rangárbakkar sem eru framkvæmdaaðili landsmótsins leitast eftir samstarfssamningum við fyrirtæki sem yrðu um leið aðalstyrktaraðilar Landsmóts hestamanna 2022. Nú nýverið bættist Arion banki í hóp aðalstyrktaraðila og þökkum við þeim kærlega fyrir það. 

Rangárbakkar munu í allri vinnu við undirbúning landsmótsins, og á meðan landsmóti stendur vekja athygli á aðalstyrktaraðilum landsmótsins. Þau fyrirtæki sem gerast aðalstyrktaraðilar munu njóta forgangs í allri kynningu á landsmótinu. Rangárbakkar munu vanda vel til verka við undirbúning landsmótsins og leggja sig fram um að gera framkvæmd þessa móts sem besta þannig að mótið verði lengi í minnum haft fyrir góða framkvæmd. Lykill að því eru sterkir bakhjarlar sem munu gera Rangárbökkum kleift að gera mótið eins gott og nokkur kostur er. 

 


Athugasemdir