Bláa Lónið einn af aðalstyrktaraðilum LM2020

Grímur Sæmundsen og Kristinn Guðnason við undirritun samningsins.
Grímur Sæmundsen og Kristinn Guðnason við undirritun samningsins.

Við undirbúning Landsmóts hestamanna á Hellu 2020 hafa Rangárbakkar, þjóðaleikvangur íslenska hestsins ehf. sem er framkvæmdaaðili landsmótsins, farið nýja leið í samstarfssamningum og leitað átta aðila sem munu vera aðalstyrktaraðilar landsmótsins og verða þeir kynntir hér á næstu dögum. 

Rangárbakkar munu í allri vinnu við undirbúning landsmótsins, og á meðan landsmóti stendur vekja athygli á aðalstyrktaraðilum landsmótsins. Þau fyrirtæki sem gerast aðalstyrktaraðilar munu njóta forgangs í allri kynningu á landsmótinu. Rangárbakkar munu vanda vel til verka við undirbúning landsmótsins og leggja sig fram um að gera framkvæmd þessa móts sem besta þannig að mótið verði lengi í minnum haft fyrir góða framkvæmd. Lykill að því eru sterkir bakhjarlar sem munu gera Rangárbökkum kleift að gera mótið eins gott og nokkur kostur er. 

Það voru þeir Grímur Sæmundsen f. h. Bláa Lónsins og Kristinn Guðnason formaður stjórnar Rangárbakka, sem skrifuðu undir samstarfssamninginn á dögunum. 

blue lagoon logo


Athugasemdir