Eiríkur Vilhelm framkvæmdarstjóri LM2020

Eiríkur Vilhelm á Rangárbökkum þar sem LM2020 mun fara fram.
Eiríkur Vilhelm á Rangárbökkum þar sem LM2020 mun fara fram.
Rangárbakkar, þjóðaleikvangur íslenska hestsins ehf hefur ráðið Eirík Vilhelm Sigurðarson sem framkvæmdastjóra fyrir Landsmót hestamanna 2020 sem fram fer þann 6. - 11. júlí. 
 
Eiríkur Vilhelm hefur starfað sem markaðs- og kynningarfulltrúi hjá sveitarfélaginu Rangárþing ytra frá árinu 2015. Hann er með b.a. í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Eiríkur hefur komið að skipulagningu fjölda viðburða. 
 
Aðspurður segist Eiríkur hlakka gríðarlega mikið til verkefnisins og áskoranirnar séu margar. Verkefnastjórn Landsmóts hestamanna hefur lagt upp með það leiðarljós að viðburðurinn festi sig í sessi á Hellu til framtíðar og að hann skili fjárhagslegum ávinningi. Eiríks býður því stórt verkefni sem hann er þó hvergi hræddur við:  "Að mótinu stendur öflugur hópur og með öflugu fólki gerast hlutirnir".
 
Landsmót hestamanna á Hellu í sumar verður sjötta mótið sem haldið verður á svæðinu. Áður hafa Landsmót hestamanna verið haldin árið 1986, 1994, 2004, 2008 og 2014. Í ár eru einnig 70 ár frá því fyrsta mótið var haldið á Þingvöllum. 
 
Allar upplýsingar um Landsmót hestamanna á Hellu má finna á www.landsmot.is og á netfanginu landsmot@landsmot.is 

Athugasemdir