Fleiri tjaldsvæði eru komin í sölu og nú er hægt að bóka tjaldsvæði með og án rafmagns!
TJALDSVÆÐI
Á mótssvæðinu verður að venju boðið upp á næg tjaldsvæði, þar sem knapar og gestir geta gist í tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum eða húsbílum. Þeir sem hafa hug á að vera í tjaldi eða hýsi þurfa að bóka sér stæði og velja sér stæði með eða án rafmagns. Þannig er auðvelt fyrir fjölskyldur og/eða félög að bóka sér svæði fyrirfram.
Mælst er til þess að ökutæki séu geymd utan tjaldsvæða. Á tjaldsvæði án rafmagns verða ekki teknir frá reitir heldur velur fólk sér sjálft sinn stað þegar mætt er á mótsstað. Óheimilt er að hlaða rafmagnsbíla á eða við tjaldsvæði.
Hægt er að bóka tjaldsvæði á www.tix.is/landsmot
Allar fyrirspurnir sendist á landsmot@landsmot.is

ÖNNUR GISTING
Ef þig vantar gistingu þá geturðu sent okkur tölvupóst á landsmot@landsmot.is og við reynum að aðstoða eftir fremsta megni,
Suðurlandið býður upp á marga og fjölbreytta gistimöguleika. Hótel, bændagisting, og ýmis önnur gistiúrræði standa gestum LM2022 til boða. Að auki eru mörg úrvals tjaldsvæði í nágrenninu sem hægt er að nýta sér kjósir þú að vera ekki staðsettur á mótsstað.
Bent er á vefinn www.south.is fyrir frekari upplýsingar.
Athugasemdir