FORKEPPNI Í TÖLTI LOKIÐ.

FORKEPPNI Í TÖLTI LOKIÐ.

Þrátt fyrir smá vætu á Gaddstaðaflötum í kvöld voru mikil tilþrif sýnd í forkeppni í tölti. Efstur er Árni Björn Pálsson og Ljúfur frá Torfunesi með 9,07! Gaman að sjá þéttsetna brekkuna og að áhorfendur létu það ekki stoppa sig þó svo það rigndi þónokkuð á köflum. Veislan er þó bara rétt að byrja hér á Hellu. Milliriðlar í B-flokki, B-flokki ungmenna og A-flokki ásamt forkeppni í T2 slaktaumatölti og V1 fjórgangi hefjast á morgun. Á kynbótabrautinni byrjar yfirlitssýningar hryssna kl. 8.30. Það verður nóg um að lítast hér á Gaddstaðaflötum á morgun. Sjáumst hress í brekkunni kl. 8.00 í fyrramálið!


Tölt T1 – Forkeppni – Niðurstöður

1 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi Fákur 9,07
2 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Máni 8,27
3 Teitur Árnason Taktur frá Vakurstöðum Fákur 8,07
4 Leó Geir Arnarson Matthildur frá Reykjavík Geysir 8,03
5 Viðar Ingólfsson Þór frá Stóra-Hofi Fákur 8,00
6 Jakob Svavar Sigurðsson Tumi frá Jarðbrú Dreyri 7,97
7 Teitur Árnason Heiður frá Eystra-Fróðholti Fákur 7,93
8-9 Kristín Lárusdóttir Strípa frá Laugardælum Kópur 7,80
8-9 Helga Una Björnsdóttir Fluga frá Hrafnagili Þytur 7,80
10 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Sleipnir 7,77
11 Hinrik Bragason Sigur frá Laugarbökkum Fákur 7,60
12 Ævar Örn Guðjónsson Vökull frá Efri-Brú Sprettur 7,43
13 Hekla Katharína Kristinsdóttir Lilja frá Kvistum Geysir 7,40
14-15 Finnbogi Bjarnason Katla frá Ytra-Vallholti Skagfirðingur 7,37
14-15 Erlendur Ari Óskarsson Byr frá Grafarkoti Fákur 7,37
16 Sigursteinn Sumarliðason Aldís frá Árheimum Sleipnir 7,33
17-19 Steindór Guðmundsson Hallsteinn frá Hólum Sleipnir 7,27
17-19 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Sleipnir 7,27
17-19 Ólafur Andri Guðmundsson Dröfn frá Feti Geysir 7,27
20 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Rós frá Breiðholti í Flóa Fákur 7,20
21 Valdís Björk Guðmundsdóttir Lind frá Svignaskarði Sprettur 7,07
22 Hlynur Guðmundsson Tromma frá Höfn Geysir 6,87
23 Þórdís Inga Pálsdóttir Fjalar frá Vakurstöðum Skagfirðingur 6,83
24 Mette Mannseth Skálmöld frá Þúfum Skagfirðingur 6,80
25 Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney Borgfirðingur 6,73
26 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Geysir 6,70
27 Sigmar Bragason Þorri frá Ytri-Hofdölum Léttir 0,00


Athugasemdir