Hópreið á Landsmóti hestamanna

Líkt og á undanförnum landsmótum verður haldin hátíðleg setningarathöfn á fimmtudagskvöldi. Samhliða setningarathöfn fer fram hópreið hestamannafélaganna.

Við biðjum félögin að halda utanum hópreið fyrir sína félagsmenn og senda upplýsingar um tengilið vegna hópreiðar á netfangið skrifstofa@landsmot.is sem fyrst, við stefnum að einni glæsilegustu hópreið sem fram hefur farið í manna minnum síðari ár. Forreiðarmenn hvers félags eru hvattir til þess að vera í félagsbúning og með fána. 

Engin takmörk verða á fjölda frá hverju félagi,

Hópreiðarstjóri verður Þorvarður Helgason.


Athugasemdir