Yfirlitsmynd af Hellu 2008
Undirbúningur er hafinn fyrir Landsmót hestamanna 2022 sem haldið verður 4.-10. júlí 2022 á Rangárbökkum við Hellu.
Eins og öllum er kunnugt þá var mótinu sem átti að verða 2020 frestað vegna COVID-19 líkt og flest öllum viðburðum það ár. Eins og gefur að skilja þá var undirbúningurinn langt kominn þegar mótinu var frestað svo byggt er á góðum grunni.
Landsmót hestamanna árið 2022 á Hellu verður hið 24. í röðinni. Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.
Mótin hafa vaxið gríðarlega að umfangi sérstaklega hvað keppnishlutann varðar og fjölda hrossa. Það er þó áhugavert að á fyrsta Landsmót hestamanna á Þingvöllum árið 1950 sóttu um 10.000 gestir mótið. Aðsóknarmet var slegið á Rangárbökkum árið 2008 þar sem hátt í 14.000 manns komu saman.
Mótið er haldið af Rangárbökkum, þjóðaleikvang íslenska hestsins ehf.
Allar fyrirspurnir skal senda á landsmot@landsmot.is