Landsmót semur við SONIK

f.v. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson framkvæmdarstjóri LM2020 og Gunnar Möller framkvæmdarstjóri SONIK v…
f.v. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson framkvæmdarstjóri LM2020 og Gunnar Möller framkvæmdarstjóri SONIK við undirritun samninga.

Landsmót hestamanna 2020 hefur samið við Sonik um að þjónusta hljóð, risaskjái, led skilti og grafík á Landsmóti hestamanna 2020. Sonik býður upp á lausnir, þjónustu og búnað sem snertir hljóð, mynd, vefútsendingar og túlkun. Sonik er alls ekki óvant því að koma að Landsmóti hestamanna en mótið í ár verður það sjöunda sem þeir þjónusta.

Landsmót sem Sonik hefur séð um voru mótin Hella 2008, Vindheimamelar 2011, Reykjavík 2012, Hella 2014, Hólar í Hjaltadal 2016 og Reykjavík 2018. Mótið á Hellu er því 7. mótið sem SONIK mun þjónusta og gríðarleg reynsla sem þeir búa að.

Hljóð og mynd mun því skila sér örugglega til gesta Landsmóts á Hellu 6. – 11. júlí n.k.


Athugasemdir