f.v. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson framkvæmdarstjóri LM2020 og Gunnar Möller framkvæmdarstjóri SONIK við undirritun samninga.
Landsmót hestamanna 2020 hefur samið við Sonik um að þjónusta hljóð, risaskjái, led skilti og grafík á Landsmóti hestamanna 2020. Sonik býður upp á lausnir, þjónustu og búnað sem snertir hljóð, mynd, vefútsendingar og túlkun. Sonik er alls ekki óvant því að koma að Landsmóti hestamanna en mótið í ár verður það sjöunda sem þeir þjónusta.
Landsmót sem Sonik hefur séð um voru mótin Hella 2008, Vindheimamelar 2011, Reykjavík 2012, Hella 2014, Hólar í Hjaltadal 2016 og Reykjavík 2018. Mótið á Hellu er því 7. mótið sem SONIK mun þjónusta og gríðarleg reynsla sem þeir búa að.
Hljóð og mynd mun því skila sér örugglega til gesta Landsmóts á Hellu 6. – 11. júlí n.k.
Athugasemdir