Landsmót semur við SONUS viðburði

Frá undirritun samnings. F.v. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson framkvæmdarstjóri LM2020 og Bergsveinn The…
Frá undirritun samnings. F.v. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson framkvæmdarstjóri LM2020 og Bergsveinn Theódórsson framkvæmdarstjóri SONUS viðburða.

Rangárbakkar hafa samið við SONUS viðburði um umsjón með ráðningu og skipulagningu afþreyingar og skemmtidagskrár á Landsmóti hestamanna á Hellu 6. - 11. júlí n.k. SONUS viðburðir hafa séð um skemmtidagskrá á fjölda viðburða hérlendis bæði útihátíðum, árshátíðum og einkasamkvæmum. 

Á Landsmóti hestamanna á Hellu í sumar verður mikið lagt uppúr skemmtidagskrá og má búast við að allir helstu tónlistarmenn landsins stígi þar á stokk! Sunnlenskar hljómsveitir á borð við Made in Sveitin og Stuðlabandið eru staðfestar ásamt gestum og verður skemmtidagskrá í heild kynnt þegar nær dregur móti! 

Við hlökkum gríðarlega til samstarfsins við SONUS viðburði og erum viss um að það mun gera viðburðinn ógleymanlegan!


Athugasemdir