Frá undirritun samnings. F.v. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson framkvæmdarstjóri LM2020 og Bergsveinn Theódórsson framkvæmdarstjóri SONUS viðburða.
Rangárbakkar hafa samið við SONUS viðburði um umsjón með ráðningu og skipulagningu afþreyingar og skemmtidagskrár á Landsmóti hestamanna á Hellu 6. - 11. júlí n.k. SONUS viðburðir hafa séð um skemmtidagskrá á fjölda viðburða hérlendis bæði útihátíðum, árshátíðum og einkasamkvæmum.
Á Landsmóti hestamanna á Hellu í sumar verður mikið lagt uppúr skemmtidagskrá og má búast við að allir helstu tónlistarmenn landsins stígi þar á stokk! Sunnlenskar hljómsveitir á borð við Made in Sveitin og Stuðlabandið eru staðfestar ásamt gestum og verður skemmtidagskrá í heild kynnt þegar nær dregur móti!
Við hlökkum gríðarlega til samstarfsins við SONUS viðburði og erum viss um að það mun gera viðburðinn ógleymanlegan!