Landsmótslagið 2022

Myndbrot úr þættinum Vikan með Gísla Marteini

Landsmótslagið 2022 „Þarfasti þjóninn“ var frumflutt í gær í þættinum VIKAN með Gísla Marteini.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot úr þættinum

 

‘Þarfasti Þjónninn’
Hilmir & Humlarnir

Lag og texti: Dagur Sigurðsson

Hann er ekki hár í loftinu
hann er óvenju sterkbyggður
alveg fjári þrautseigur
státar af jafnaðargeði.

Hann er óvenju fallegur
oft á tíðum viljugur
hann er hinn íslenski stóðhestur
í jörpu sem og í muskóttu.

Upp fjallagarð, inn eftir sveit

fákurinn ber mig á baki sér
berst ef við villumst af leið.
Og þegar bylurinn brestur á bak
þá er gatan loks greið.

Þá við ríðum af stað
viljum heim til þín.

Tignarlegur á töltinu
faxið flöktir í vindinum
þarfasti þjónninn í landinu
alveg frá landnámstímanum.

Gítargrip, capo 3.
vers: a, G, F, e
brú: F, G
viðlag: C, e, a, C, e , a
niðurlag: G, C


Athugasemdir