Markaðstorgið er hluti af stemningunni

Lopapeysur eru meðal þess sem Markaðstorgið mun bjóða uppá í sumar, / Mynd: Óðinn Örn Jóhannsson
Lopapeysur eru meðal þess sem Markaðstorgið mun bjóða uppá í sumar, / Mynd: Óðinn Örn Jóhannsson

Glæsilegt markaðssvæði er hluti af því sem býr til skemmtilegan viðburð. Á Landsmóti hestamanna á Hellu verður sett upp Markaðstorg í 900m2 risatjaldi. Tjaldið verður á milli gæðinga- og kynbótavallar og því einstaklega vel staðsett fyrir gesti Landsmóts, sem geta nýtt hléin vel til að skoða spennandi vörur og þjónustu á Markaðstorginu. 

Í öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið um Landsmótin, kemur sterklega fram að gestum finnst ómissandi hluti heimsóknar á Landsmót að gera góð kaup á ýmiskonar varningi á meðan mótinu stendur. 
 
Í tjaldinu verður hefðbundið sýningarkerfi með „básum“. Áhersla verður lögð á að skapa líflega „torgstemmingu“ á svæðinu, t.d. með tónlist og kynningum og söluaðilar eru eindregið hvattir til að leggja lóð sín á þær vogarskálar.
 
Þeir sem hafa áhuga á að bóka pláss á markaðstorgi Landsmóts hestamanna 2020 geta haft samband á netfangið landsmot@landsmot.is 
 
Landsmót hestamanna er með fjölmennustu viðburðum sem haldnir eru hérlendis. Á Landsmót hestamanna á Hellu er gert ráð fyrir um 8000 gestum, innlendum sem erlendum. Landsmót stendur frá 6. - 11. júlí og dvelur stór hluti gesta á svæðinu allan tímann. 
 
Allar nánari upplýsingar um markaðstorg er að finna hér: https://www.landsmot.is/is/landsmot/vidburdurinn/markadstorg

Athugasemdir