Miðasala hefst í dag!

Landsmót hestamanna á Hellu 2008
Landsmót hestamanna á Hellu 2008

Miðasala á stórviðburðinn Landsmót hestamanna 2022 hefst í dag. Mikil tilhlökkun er fyrir viðburðinum enda langt síðan hestamenn hafa getað fjölmennt á Landsmót en síðast var það haldið í Reykjavík 2018.

Landsmót hestamanna 2022 verður haldið á Hellu 4. – 10 .júlí 2022.

Kaupa miða!

Miðaverði í forsölu er stillt í hóf og verða einungis í boði vikupassar fram að áramótum, eftir það fara helgarpassar í sölu á 19.900 kr. Vikupassi á viðburðinn kostar 19.900 kr í forsölu en verður á fullu verði 29.900 kr. Það er því til mikils að slægjast að ná sér í miða ekki seinna en strax!

Á Landsmóti hestamanna 2022 má búast við gríðarlega flottri keppni í öllum flokkum! Fremstu tónlistarmenn landsins munu koma fram, markaðstjöldin á sínum stað, fjölbreyttur matur og stemmingin frábær!

Þeir sem eiga miða frá viðburðinum sem var frestað 2020 geta náð í endurnýjaða miða í gegnum tix.is, þeir sem keyptu útprentaða miða þurfa ekkert að viðhafast heldur mæta bara á viðburðinn og taka þátt í gleðinni! Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband á landsmot@landsmot.is.

Tjaldsvæði fara í sölu þegar nær dregur viðburði.

Sjáumst á Hellu 2022!


Athugasemdir