Páll Óskar og Paparnir á Landsmóti hestamanna

Landsmót hestamanna fer fram á Rangárbökkum Hellu í sumar og stendur yfir vikuna dagana 3. til 10. júlí. Heimamenn á Hellu ætla greinilega að trekkja að mikinn fjölda og hafa bókað listamenn á ball á föstudags- og laugardagskvöldinu.

Fjögur ár eru liðin síðan Landsmót hestamanna fór síðast fram, í Reykjavík í júlí 2018. Í tilkynningu frá skipuleggjendum í ár segir að stemmning fyrir mótinu í ár sé í hæstu hæðum.

„Landsmótsdagskráin er í smíðum en það er ljóst að stemningin verður keyrð í botn því Páll Óskar stígur á svið á föstudagskvöldinu 8. júlí og Paparnir slá botninn í mótið með því sem verður epískt sveitaball laugardagskvöldið 9. júlí,“ segir í tilkynningu.

Fleiri listamenn verða svo tilkynntir á næstu vikum. Mótinu lýkur svo með opnu húsi hrossaræktabúa á svæðinu sunnudaginn 10.júlí.

Miðasala er í fullum gangi á www.tix.is/landsmot


Athugasemdir