Síðasti skráningardagur keppenda 20. júní 2022

Mynd: Óðinn Örn
Mynd: Óðinn Örn

Notast verður við Sportfeng við skráningar keppnishesta.

Síðasti skráningardagur fyrir félög til þess að skrá hesta í gæðingakeppni er mánudagurinn 20. júní.

Jafnframt skal bent á það að síðasti skráningardagur fyrir hesta í tölt, skeið, fjórgang, fimmgang og slaktaumatölt í meistaraflokk er einnig 20. júní og er einnig stuðst við Sportfeng þar.

RML mun gefa út upplýsingar varðandi kynbótahross.

Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur móti.

Þangað til er bent á vefinn okkar www.landsmot.is fyrir allar nánari upplýsingar. 

Allar fyrirspurnir skal senda á landsmot@landsmot.is

 

Athugasemdir