Skráning á Landsmót

Kæru hestamenn

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar og fara allar skráningar fram í gegn um www.sportfengur.com. Hér má finna hagnýtar upplýsingar.

Gæðingakeppni

Hvert hestamannafélag ber ábyrgð á skráningu sinna knapa og eins að senda upplýsingar um varahesta og knapa. Í sérstakri forkeppni hefur knapinn val upp á hvora höndina hann vill ríða og því mikilvægt að það sér rétt skráð.

Hvert hestamannafélag ber ábyrgð á því að skráningargjöld séu greidd og senda kvittun á skraning@landsmot.is  svo skráningin sé gild.

Til viðbótar þeim hestum sem vinna sér þátttökurétt á Landsmóti í öllum flokkum í gegnum úrtökur hestamannafélaganna, fá efstu 6 hestar á stöðulistum sem ekki komust inn í gegnum úrtökur hjá sínum félögum, þátttökurétt á Landsmóti. Staða á stöðulistum er tekin að loknum úrtökum hestamannafélaganna sem haldin eru fyrir kl. 23:59 þann 19. júní 2022. Haft verður sambandi við þá knapa sem komast inn í gegnum stöðulista.

 

 Íþróttakeppni

Þátttökurétt í íþróttakeppni og kappreiðum hafa allir hestar á stöðulistum ársins 2022. Hestar sem taka þátt í gæðingakeppni hafa einnig rétt á að taka þátt í öllum íþróttagreinum mótsins. En samkvæmt reglum íþróttakeppninnar er ekki heimilt að keppa bæði í tölti T1 og tölti T2.

Hver knapi ber ábyrgð á sinni skráningu út frá stöðulista sem birtur verður á heimasíðu Landsmóts og öllum helstu vefmiðlum mánudaginn 20. júní. Knapar eru beðnir um að fylgjast vel með og bregðist skjótt við skráningu. Hver knapi ber ábyrgð á því að skráningargjöld séu greidd og senda kvittun á skraning@landsmot.is  svo skráningin sé gild.

  • 30 efstu einkunnir í tölti T1
  • 20 bestu tímarnir í 100m skeiði P2
  • 14 bestu tímarnir í 150m skeiði P3
  • 14 bestu tímarnir í 250m skeiði P1
  • 20 efstu einkunnir í gæðingaskeiði PP1
  • 20 efstu einkunnir í fjórgangi V1
  • 20 efstu einkunnir í fimmgangi F1
  • 20 efstu einkunnir í slaktaumatölti T2

16 ára aldurstakmark (fædd 2006) er í íþróttakeppni líkt og áður. Knapar í ungmennaflokki geta unnið sér rétt í gegnum þessar keppnisgreinar í ungmennaflokki.

Frekari upplýsingar um skráningar er hægt að óska með því að senda tölvupóst á skraning@landsmot.is  

 

Fh. Landsmóts á Hellu 2022

Ólafur Þórisson, mótstjóri

Sóley Margeirsdóttir, skrifstofustjóri


Athugasemdir