Nú hafa skráningar skilað sér og má finna þær inná LH kappa appinu og biðjum við knapa að yfirfara hvort skráningar séu réttar. Möguleiki er á að ekki allar skráningar séu komnar inn þar sem staðfestingu vegna greiðslu vantar. Einnig erum við að hafa samband við þá knapa sem eru á stöðulistum til að fylla fjölda í hverri keppnisgrein í öllum keppnisgreinum mótsins.
Ein ábending kom um stöðulista í Tötli T1 þar sem Glódís Rún Siguðardóttir og Drumbur náðu 7.77 í einkunn í T1 ungmenna og telur þar með inná topp 30 tölt T1. Er þetta leiðrétt hér með og enginn fellur út af listanum sem birtur var.
Stöðulistar í Gæðingakeppnisgreinum er hér birtur með fyrirvara um mannleg misstök og biðjum við alla þá sem sjá eitthvað rangt við listana að hafa sambandi á skraning@landsmot.is eða s: 8637130.
Ef engar athugasemdir koma við þessum stöðulistum þá eru þeir réttir.
Möguleiki er á að varahestar hjá þessum hestamannafélögum hafi breyst og biðjum við því forsvarsmenn þeirra að senda nýja varahesta inn á skraning@landsmot.is einnig ef einhver félög eiga eftir að senda inn varahesta, þá gera það sem allra fyrst.
Stöðulistarnir innihalda 6 hæðstu knapa sem ekki náðu inn á LM 2022 í gegnum sínar úrtökur hjá sínum hestamannafélögum.
Barnaflokkur
Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Frami 8.19 – Geysir
Klemens Högild Guðnason og Hildur 8.03 – Geysir
Guðbjörn Svavar Kristjánsson og Bróðir 7.95 – Sörli
Anna Sigríður Erlendsdóttir og Yldís 7.68 – Geysir
Unglingaflokkur
Friðrik Snær Friðriksson og Flóki 8.51 – Hornfirðingur
Jón Ársæll Bergmann og Garri 8.43 – Geysir
Þórhildur Lotta Kjartansdóttir og Göldrun 8.43 – Geysir
Guðlaug Birta Davíðsdóttir og Ólína 8.39 – Geysir
Hekla Eyþórsdóttir og Garri 8.33 – Fákur
Sigrún Helga Halldórsdóttir og Gefjun 8.32 – Fákur
Ungmennaflokkur
Ingiberg Daði Kjartansson og Hlynur 8.33 – Skagfirðingur
Jódís Helga Káradóttir og Finnur 8.29 – Skagfirðingur
Stefanía Hrönn Stefánsdóttir og Dynjandi 8.23 – Sleipnir
Guðný Rúna Vésteinsdóttir og Mánadís 8.13 – Skagfirðingur
Indira Scherrer og Fröken 8.12 – Sleipnir
Jónína Vigdís Hallgrímsdóttir og List 8.10 – Freyfaxa
B-flokkur
Rex og Snorri Dal 8.55 – Sörli
Hrönn og Ragnhildur Haraldsdóttir 8.55 – Sörli
Lilja og Hekla Katharína Kristinsdóttir 8.54 – Geysir
Gutti og Inga Kristín Sigurgeirsdóttir 8.53 – Sörli
Tíberíus og Anna Björk Ólafsdóttir 8.53 – Sörli
Askur og Ólafur Þórisson 8.52 – Geysir
A-flokkur
Strákur og Daníel Gunnarsson 8.57 – Skagfirðingur
Magnús og Egill Þórir Bjarnason 8.53 – Skagfirðingur
Rjóður og Þorsteinn Björn Einarsson 8.52 – Skagfirðingur
Lokbrá og Skapti Steinbjörnsson 8.52 – Skagfirðingur
Spennandi og Bjarni Jónasson 8.51 – Skagfirðingur
Stimpill og Freyja Amble Gísladóttir 8.48 – Skagfirðingur
Mótstjóri Ólafur Þórisson
motstjori@landsmot.is
s: 8637130
Athugasemdir