Sterk hefð fyrir tjaldmenningu

Létt stemning á tjaldsvæðinu! / Mynd: mbl.is
Létt stemning á tjaldsvæðinu! / Mynd: mbl.is
Mikil hefð er fyrir tjaldmenningu á Landsmótum hestamanna og er hún órjúfanlegur hluti af stemmingunni fyrir stóran hóp gesta. Á Landsmóti hestamanna á Hellu verður lagt upp úr vel skipulögðu tjaldsvæði með góðu aðgengi að salernum og virkri gæslu. 
 
Sala á tjaldsvæðum fyrir Landsmót hestamanna 2020 hefst 12. mars n.k. á www.landsmot.is 
 

Verð á tjaldsvæðum verður eftirfarandi: 

  • Hjólhýsasvæði með rafmagni: 18.900 kr. 
    Reiturinn er 6x12 metra á stærð og er ætlaður fyrir 1 hýsi með einni 10 ampera rafmagnstengingu sem nægir einu hýsi.  Kaupandi hefur reitinn til afnota frá hádegi sunnudaginn 5. júlí til sunnudagsins 12. júlí kl. 14:00.  
  • Hjólhýsasvæði án rafmagns: 8.900 kr. 
    Reiturinn er 6x12 metra á stærð og er ætlaður fyrir 1 hýsi. Kaupandi hefur reitinn til afnota frá hádegi sunnudaginn 5. júlí til sunnudagsins 12. júlí kl. 14:00.  
  • Tjaldsvæði fyrir tjald: 3.900 kr.
    Gjaldið gildir fyrir eitt tjald þó ekki stærra en 4mx4m innan afmarkaðs svæðis þar sem fleiri tjöld verða. Ekki má geyma bíl á tjaldsvæði fyrir tjöld. Kaupandi hefur reitinn til afnota frá hádegi sunnudaginn 5. júlí til sunnudagsins 12. júlí kl. 14:00.  
 
Hafi hestamannafélög áhuga á að taka frá ákveðinn fjölda stæða fyrir sína félagsmenn þá þurfa þau að láta vita sem fyrst. 
 
Allar nánari upplýsingar eru á www.landsmot.is og á netfanginu landsmot@landsmot.is 

Athugasemdir