Vaskur hópur sjálfboðaliða á Rangárbökkum
Hópur sjálfboðaliða mætti á laugardaginn og tók til hendinni á Rangárbökkum. Það er gríðarlega spennandi að undirbúa Landsmót hestamanna á Hellu enda er byggt á góðum grunni þar sem Landsmót hestamanna 2022 verður það fimmta sem haldið hefur verið á Hellu ásamt fjölmörgum stórmótum í gegnum tíðina.
Framlag sjálfboðaliða er gríðarlega mikilvægt í undirbúningi fyrir Landsmót hestamanna 2022 og verða vinnudagar auglýstir reglulega á næstu misserum.
Takk allir fyrir ykkar framlag í undirbúningi svæðisins!
P.s. miðasala fyrir Landsmót hestamanna 2022 hefst þann 5. nóvember n.k. !
Athugasemdir