Ysland og Landsmót hestamanna 2022 gera samning um markaðssetningu mótsins!

Magnús Benediktsson framkvæmdarstjóri Landsmóts hestamanna 2022 og Jón Gunnar Geirdal eigandi Ysland…
Magnús Benediktsson framkvæmdarstjóri Landsmóts hestamanna 2022 og Jón Gunnar Geirdal eigandi Ysland ásamt glæsihestinum Safír frá Mosfellsbæ.

Ysland hefur tekið að sér að markaðssetja Landsmót hestamanna á Rangárbökkum, Hellu, sumarið 2022.

Jón Gunnar Geirdal stýrir Yslandi sem er hugmyndabanki með yfir 30 ára reynslu og tengslanet. 

Ysland hefur sérhæft sig í afþreyingartengdri kynningarvinnu, svokölluðu „plöggi“ og þannig vakið athygli á fjölbreyttum verkefnum og viðburðum í gegnum tíðina þ.á.m Þjóðhátíð í Eyjum sl. 12 ár.

Viðskiptavinir Yslands eru m.a. Síminn, Ölgerðin, Stöð og Smáralind.

Við hlökkum til samstarfsins með Ysland!


Athugasemdir