Magnús Benediktsson framkvæmdarstjóri Landsmóts hestamanna 2022 og Jón Gunnar Geirdal eigandi Ysland ásamt glæsihestinum Safír frá Mosfellsbæ.
Ysland hefur tekið að sér að markaðssetja Landsmót hestamanna á Rangárbökkum, Hellu, sumarið 2022.
Jón Gunnar Geirdal stýrir Yslandi sem er hugmyndabanki með yfir 30 ára reynslu og tengslanet.
Ysland hefur sérhæft sig í afþreyingartengdri kynningarvinnu, svokölluðu „plöggi“ og þannig vakið athygli á fjölbreyttum verkefnum og viðburðum í gegnum tíðina þ.á.m Þjóðhátíð í Eyjum sl. 12 ár.
Viðskiptavinir Yslands eru m.a. Síminn, Ölgerðin, Stöð og Smáralind.
Við hlökkum til samstarfsins með Ysland!
Athugasemdir