Tjaldsvæði
Á mótssvæðinu verður að venju boðið upp á næg tjaldsvæði, bæði með og án rafmagns, þar sem knapar og gestir geta gist í tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum eða húsbílum. Nánari upplýsingar varðandi bókanir fyrir tjaldstæði með rafmagni má sjá undir flipanum TJALDSVÆÐI.
Önnur gisting
Í Skagafirði og nágrenni er fjölbreytt úrval gistimöguleika.
Á eftirfarandi vefsíðum er hægt að finna ýmsa gisti möguleika.
gisting@landsmot.is
Gestum og heimamönnum er velkomið að hafa samband við stjórn Landsmóts með því að senda póst á gisting@landsmot.is.
Þar mun stjórn tengja saman heimamenn sem hafa áhuga á að leigja gestum herbergi / hús / hýsi eða annað.