Fréttir

Álfamær frá Prestbæ and sigurvegari A-flokks

Álfamær frá Prestbæ og Árni Björn Pálsson eru sigurvegarar A-flokks á Landsmóti 2024 með einkunnin 9,05! Innilega til hamingju!

Safír frá Mosfellsbæ sigrar B-flokk á Landsmóti

Safír frá Mosfellsbæ og Sigurður Vignir Matthíasson sigra B-flokk á Landsmóti með einkunnina 9,02! Innilega til hamingju!

Matthías og Tumi Landsmótssigurvegarar í Ungmennaflokki

Matthías Sigurðsson fór Krýsuvíkurleiðina að sigri í Ungmennaflokki. Hann hafði deginum áður sigrað B-úrslitin í Ungmennaflokki og þar með tryggt sér sæti inn í A-úrslitin þar sem hann gerði sér lítið fyrir og sigraði! Matthías og Tumi frá Jarðbrú sigruðu Ungmennaflokkinn á Landsmóti 2024 með einkunnina 9,03! Innilega til hamingju!

Ída Mekkín sigurvegari Unglingaflokks

Ída Mekkín Hlynsdóttir sigraði Unglingaflokk á Landsmóti á hryssu sinni Marín frá Lækjarbrekku 2 með einkunnina 8,96! Innilega til hamingju!

Viktoría Huld sigurvegari Barnaflokks

Það var Geysisfélaginn Viktoría Huld Hannesdóttir á hesti sínum Þin frá Enni sem sigraði Barnaflokk á Landsmóti hestamanna árið 2024! Þau hlutu hvorki meira né minna 9,25 í einkunn. Sýningar knapa á hestum sínum í barnaflokki voru vægast sagt stórkostlegar og einkunnirnar eftir því! Innilega til hamingju knapar!

Jón Ársæll og Harpa sigra fimmgang

Jón Ársæll Bergmann og Harpa frá Höskuldsstöðum stóðu efst í A-úrslitum fimmgangs á Landsmóti hestamanna. Þau hlutu í einkunn 7,86 og 1.sætið.

Gústaf Ásgeir sigrar fjórgang

Gústaf Ásgeir Hinriksson á Össu frá Miðhúsum sigruðu fjórgang á Landsmóti hestamanna 2024. Hlutu þau 8,30 í einkunn og 1. sætið.

Ásmundur Ernir sigrar slaktaumatölt á Landsmóti

Ásmundur Ernir Snorrason sigraði slaktaumatölt á Landsmóti með einkunnina 8,96 á hryssunni Hlökk frá Strandarhöfði. Annar var Ólafur Andri Guðmundsson á Draum frá Feti með einkunnina 8,54.

Konráð Valur þrefaldur sigurvegari skeiðgreina Landsmóts

Konráð Valur Sveinsson sigraði 100m fljúgandi skeið á Landsmóti á tímanum 7,45 sek á hesti sínum Kastor frá Garðshorni á Þelamörk. Þar með hefur Konráð Valur sigrað þrjár skeiðgreinar Landsmóts, 100m fljúgandi skeið, 150m skeið og 250m skeið. Innilega til hamingju!

Jakob Svavar og Skarpur frá Kýrholti Landsmótssigurvegari í tölti

Það var hart barist í A-úrslitum í tölti í algjörlega frábæru veðri í Víðidalnum í kvöld. Efstur inn í úrslitin var Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum og næstefstur var Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti. Það varð fljótlega ljóst að þeir tveir myndu heyja harða baráttu