Glæsilegt markaðssvæði er hluti af því sem býr til skemmtilegan viðburð. Gestir Landsmóts segja í öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið á mótunum, að ómissandi hluti heimsóknar á Landsmót sé að gera góð kaup á ýmiskonar varningi á meðan mótinu stendur.
Sett verður upp markaðstjald ofan Hvammsvallar þar sem gestir mótsins hafa greiðan aðgang að sýnendum í tjaldinu. Tjaldið er í heildina 825 fermetrar og þar af eru 495 sýningarfermetrar.
Í tjaldinu verður hefðbundið sýningarkerfi með básum. Áhersla verður lögð á að skapa líflega torgstemmingu á svæðinu fyrir gesti mótsins.
Verðskrá markaðstjalds 2026*:
*Öll verð eru fyrir utan VSK.
Innifalið í leigu er:
Hægt verður að kaupa auka rafmagnstengil á 16.500 kr + vsk.
Opnunartímar markaðstjalds: (birt án ábyrgðar, gæti breyst)
Allar fyrirspurnir eða pantanir skulu sendar á netfangið: heidar@landsmot.is
Keppnisdagskrá Landsmóts 2026 hefst sunnudaginn 5. júlí og lýkur dagskrá laugardagskvöldið 11. júlí.
Miðað er við að verslun á markaðssvæði hefjist ekki seinna en mánudeginum 6. júlí.
Skilmálar leigu eru þeir að 60% leigunnar greiðist í maí 2026 og 40% eigi síðar en 15. júní 2026.
Notað verður kerfi frá Sýningakerfi ehf. Söluaðilar geta einnig leigt hjá þeim húsgögn svo sem borð, stóla, skápa o.fl., sjá www.syning.is. Þeir sem áhuga hafa á slíku hafi samband við Guðna Sigfússon hjá Sýningakerfi ehf. í síma 551 9977 eða á netfangið syning@syning.is.