Tjaldsvæði

 Tjaldsvæði á landsmóti er í sölu á Tix.is. 

Tjaldsvæðið er einstaklega vel staðsett við hlið mótssvæðisins.

 • Búið er að skipuleggja rafmagnsstæði fyrir um 160 húsbíla og hjólhýsi. Verð per stæði er 34.900 krónur vikan. 
 • Þeir sem vilja mæta með tjöld geta einnig pantað á Tix.is. Verð per tjald er 9.900 krónur vikan. 

Meðfylgjandi er yfirlitsmynd og loftmynd af svæðinu. 

Vegna fjölda fyrirspurna þá hefur verðskrá tjaldsvæðis verið uppfærð til að mæta þörf þeirra sem vilja vera í styttri tíma en viku á tjaldsvæðinu. 

  • Vikuverð fyrir fellihýsi, húsbíl eða hjólhýsi er sem áður segir 34.900 krónur. Miðasala á Tix.is 
  • Vikuverð í tjaldi án rafmagns er 9.900 krónur. Miðasala á Tix.is 
  • Stök nótt í rafmagnsstæði í fellihýsi, húsbíl eða hjólhýsi er 7.000 krónur nóttin. Greiðsla fer fram á staðnum.
  • Stök nótt án rafmagns í fellihýsi, húsbíl eða hjólhýsi er 5.000 krónur nóttin. Greiðsla fer fram á staðnum.
  • Stök nótt í tjaldi 2.000 krónur. Greiðsla fer fram á staðnum.