Fréttir

Þorgeir og Auðlind efst eftir forkeppni í fjórgangi

Þorgeir Ólafsson og Auðlind frá Þjórsárbakka standa efst í fjórgangi með einkunnina 7,77. 19 knapar voru skráðir til leiks og keppnin afar sterk. Sex efstu knapar mæta í A-úrslit á sunnudaginn, 7.júlí, kl.10:30. Ljósmynd @Bjarney Anna Þórsdóttir

Álfamær og Árni Björn í 9,07

Þá er sérstakri forkeppni í A-flokki lokið. Efst standa Álfamær frá Prestbæ og Árni Björn Pálsson en þau hlutu í einkunn 9,07. 104 keppendur mættu til leiks. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður eftir sérstaka forkeppni í A-flokki. Ljósmynd @Bert Collet

Setningarathöfn og hópreið

Formleg setningarathöfn Landsmót hestamanna fer fram fimmtudaginn 4.júlí kl.19:05. Hátíðleg hópreið hestamannafélaganna verður á sínum stað samkvæmt venju.

Tónlist í milliriðlum

Ráslistar milliriðla

Vekjum athygli keppenda á því að búið er að birta ráslista fyrir milliriðla í Barnaflokki, B-flokki og Ungmennaflokki. Sérstakan flipa er að finna hér í valstikunni að ofan "ráslistar milliriðlar" þar sem upplýsingar er að finna.

Ný uppfærsla HorseDay

HorseDay uppfærði snjallforrit sitt í gærkvöldi og hvetjum við alla mótsgesti og notendur snjallforritsins að sækja sér nýjustu uppfærsluna. Hægt er að sækja uppfærsluna í app store fyrir iPhone og goole play fyrir android. Þá ættu allir nýjustu breytingarnar að verða sýnilegar, s.s.

Marín og Ída efst í Unglingaflokki

Nú er sérstakri forkeppni í Unglingaflokki á Landsmóti lokið. Marín frá Lækjarbrekku 2 og knapi hennar Ída Mekkin Hlynsdóttir eru efstar eftir forkeppni með 8,79 í einkunn.

Björk Jakobs áritar bækur

Í dag kl. 15.00 mætir rithöfundurinn og leikstjórinn Björk Jakobsdóttur í félagsheimili Fáks, á Landsmót hestamanna. Þar mun Björk árita bækur sínar "Hetja" og "Eldur" og lesa fyrir gesti.

Gangandi gestir ekki reiðvegum

Við biðlum til gangandi gesta að nýta ekki reiðvegi sem göngustíga. Það er afar mikilvægt að við höldum reiðvegum fríum fyrir ríðandi umferð.

Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka sigra gæðingaskeið

Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka sigra gæðingaskeiðið og eru þar með fyrstu verðlaunahafar Landsmóts hestamanna 2024