Vel sóttur kynningarfundur um Landsmót hestamanna 2026
27.09.2025
Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur Landsmót hestamanna á Hólum næstkomandi sumar stóð fyrir kynningarfundi í félagsheimili sínu, Tjarnarbæ, í vikunni þar sem farið var yfir skipulag mótsins og undirbúning þess.
Þá er miðasala á Landsmót í fullum gangi á landsmot.is og rétt að vekja athygli á forsölutilboði sem er í gildi nú til áramóta, en miði á Landsmót er upplögð jólagjöf fyrir hestafólk þetta árið!