Fréttir

Vel sóttur kynningarfundur um Landsmót hestamanna 2026

Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur Landsmót hestamanna á Hólum næstkomandi sumar stóð fyrir kynningarfundi í félagsheimili sínu, Tjarnarbæ, í vikunni þar sem farið var yfir skipulag mótsins og undirbúning þess. Þá er miðasala á Landsmót í fullum gangi á landsmot.is og rétt að vekja athygli á forsölutilboði sem er í gildi nú til áramóta, en miði á Landsmót er upplögð jólagjöf fyrir hestafólk þetta árið!

Undirbúningur fyrir Landsmót á Hólum næsta sumar gengur vel

Framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna á Hólum 2026 kom saman til fundar á Hólum í vikunni. Erindið var að hitta fulltrúa Háskólans á Hólum og fulltrúa mannvirkjanefndar LH og skoða þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á væntanlegu mótssvæði í sumar.