Fréttir

Ljóst hvaða knapar í barnaflokki mæta til úrslita

Keppni í milliriðlum hófst í dag. 30 keppendur í barnaflokki öttu kappi um sæti í úrslitum. Sjö efstu knapar fara beint í A-úrslit. Átta knapar fara í B-úrslit þar sem efsti knapi í B-úrslitum nælir sér í sæti í A-úrslitum.

250m skeið kl.20:50

Vignir Snær og Hreimur í tjaldinu í kvöld!

Tónlistarmennirnir og stuðpinnarnir Vignir Snær og Hreimur munu mæta á Landsmót hestamanna í kvöld og halda uppi stuðinu í tjaldinu við hlið reiðhallarinnar. Ekki láta þessa skemmtun framhjá ykkur fara en þeir munu hefja leika um leið og keppnisdagskrá lýkur á Hvammsvelli. Hlökkum til að sjá ykkur!

Netvandræði á kynbótabraut

Vegna netvandræða á kynbótabrautinni þarf Alendis að stöðva beint streymi tímabunið. Tæknimenn Landsmóts eru að vinna að lausn í málinu.

Þorgeir og Auðlind efst eftir forkeppni í fjórgangi

Þorgeir Ólafsson og Auðlind frá Þjórsárbakka standa efst í fjórgangi með einkunnina 7,77. 19 knapar voru skráðir til leiks og keppnin afar sterk. Sex efstu knapar mæta í A-úrslit á sunnudaginn, 7.júlí, kl.10:30. Ljósmynd @Bjarney Anna Þórsdóttir

Álfamær og Árni Björn í 9,07

Þá er sérstakri forkeppni í A-flokki lokið. Efst standa Álfamær frá Prestbæ og Árni Björn Pálsson en þau hlutu í einkunn 9,07. 104 keppendur mættu til leiks. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður eftir sérstaka forkeppni í A-flokki. Ljósmynd @Bert Collet

Setningarathöfn og hópreið

Formleg setningarathöfn Landsmót hestamanna fer fram fimmtudaginn 4.júlí kl.19:05. Hátíðleg hópreið hestamannafélaganna verður á sínum stað samkvæmt venju.

Tónlist í milliriðlum

Ráslistar milliriðla

Vekjum athygli keppenda á því að búið er að birta ráslista fyrir milliriðla í Barnaflokki, B-flokki og Ungmennaflokki. Sérstakan flipa er að finna hér í valstikunni að ofan "ráslistar milliriðlar" þar sem upplýsingar er að finna.

Ný uppfærsla HorseDay

HorseDay uppfærði snjallforrit sitt í gærkvöldi og hvetjum við alla mótsgesti og notendur snjallforritsins að sækja sér nýjustu uppfærsluna. Hægt er að sækja uppfærsluna í app store fyrir iPhone og goole play fyrir android. Þá ættu allir nýjustu breytingarnar að verða sýnilegar, s.s.