Milliriðlar í B-flokki fóru fram í dag á Landsmóti hestamanna. Efstur eftir milliriðla og kemur efstur inn í A-úrslitin er Þröstur frá Kolsholti með 8,86 í einkunn. Knapi er Helgi Þór Guðjónsson. Rétt á eftir honum er Safír frá Mosfellsbæ, knapi Sigurður V. Matthíasson með 8,83 í einkunn. B-úrslit í B-flokki fara fram á laugardaginn kl.16:30 og A-úrslit í B-flokki fara fram á sunnudaginn kl.14:05.
| Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
| 1 | Þröstur frá Kolsholti 2 / Helgi Þór Guðjónsson | 8,86 |
| 2 | Safír frá Mosfellsbæ / Sigurður Vignir Matthíasson | 8,83 |
| 3 | Sigur frá Stóra-Vatnsskarði / Vilborg Smáradóttir | 8,75 |
| 4 | Klukka frá Þúfum / Mette Mannseth | 8,74 |
| 5 | Sól frá Söðulsholti / Siguroddur Pétursson | 8,73 |
| 6 | Útherji frá Blesastöðum 1A / Jóhanna Margrét Snorradóttir | 8,71 |
| 7 | Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum / Olil Amble | 8,68 |
| 8-9 | Kór frá Skálakoti / Jakob Svavar Sigurðsson | 8,68 |
| 8-9 | Dís frá Ytra-Vallholti / Bjarni Jónasson | 8,68 |
| 10-11 | Pensill frá Hvolsvelli / Elvar Þormarsson | 8,68 |
| 10-11 | Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1 / Sigurður Sigurðarson | 8,68 |
| 12 | Gullhamar frá Dallandi / Hinrik Bragason | 8,68 |
| 13 | Óríon frá Strandarhöfði / Ásmundur Ernir Snorrason | 8,67 |
| 14 | Þormar frá Neðri-Hrepp / Viðar Ingólfsson | 8,67 |
| 15 | Sólfaxi frá Reykjavík / Hákon Dan Ólafsson | 8,66 |
| 16 | Lind frá Svignaskarði / Valdís Björk Guðmundsdóttir | 8,65 |
| 17 | Tromma frá Höfn / Hlynur Guðmundsson | 0,00 |
| 18 | Brynjar frá Syðri-Völlum / Helga Una Björnsdóttir | 8,64 |
| 19 | Vala frá Hjarðartúni / Arnhildur Helgadóttir | 8,64 |
| 20 | Gola frá Tvennu / Barbara Wenzl | 8,63 |
| 21 | Adrían frá Garðshorni á Þelamörk / Guðmundur Björgvinsson | 8,60 |
| 22 | Skálkur frá Koltursey / Sara Sigurbjörnsdóttir | 8,60 |
| 23 | Stormfaxi frá Álfhólum / Þorvaldur Árni Þorvaldsson | 8,60 |
| 24 | Hylur frá Flagbjarnarholti / Teitur Árnason | 8,57 |
| 25 | Spenna frá Bæ / Barbara Wenzl | 8,55 |
| 26 | Ísey frá Ragnheiðarstöðum / Hans Þór Hilmarsson | 8,55 |
| 27 | Viðja frá Geirlandi / Páll Bragi Hólmarsson | 8,52 |
| 28 | Hamar frá Varmá / Gústaf Ásgeir Hinriksson | 8,52 |
| 29 | Arion frá Miklholti / Arnar Máni Sigurjónsson | 8,44 |
| 30 | Áki frá Hurðarbaki / Benjamín Sandur Ingólfsson | 8,31 |