Sonik og Landsmót hestamanna hafa undirritað samning um að Sonik annist alla tæknivinnslu og tækniþjónustu á Landsmóti á Hólum sumarið 2026. Fyrirtækið hefur gríðarlega reynslu þegar kemur að tæknimálum á Landsmóti, en fyrirtækið hefur séð um öll tæknimál á Landsmótum síðan 2008.
Skagfirðingurinn Rúnar Birgir Gíslason verður tæknistjóri Landsmóts, en hann er gríðarlega reynslumikill þegar kemur að tækni og Landsmótum, kom fyrst að tæknimálum LM 2002 og var tæknistjóri fyrst árið 2012.
Tæknimál eru gríðarlega mikilvæg í skipulagi Landsmóts, hljóð, myndvinnsla, risaskjáir og upplýsingamiðlun til gesta eru lykilatriði til að mótið gangi vel og þar hlakkar LM til góðs samstarfs við Sonik undir styrkri stjórn Rúnars Birgis.