66 Norður og Landsmót hestamanna hafa undirritað samning um að 66N verði einn af helstu styrktaraðilum Landsmóts á Hólum sumarið 2026. 66N verður með veglegan bás í markaðstjaldinu á Hólum auk þess sem starfsfólk Landsmóts verður í fatnaði frá 66N.
Landsmót hefur átt í mjög góðu samstarfi við 66N á undanförnum mótum og hlakkar til að eiga í góðu samstarfi á komandi móti.