Barnadagskrá

Á Landsmóti hestamanna 2024 verður boðið upp á fjöbreytta skemmtun fyrir börn og unglinga. 

Í hvíta gerðinu fyrir ofan Hvammsvöll, við hlið markaðstjaldsins, verður sett upp barnatjald af svipuðum toga og á síðasta landsmóti í Reykjavík 2018.

Þar verður alla vikuna boðið uppá ýmis leiktæki og leikföng, s.s. spil, kubbar, litabækur, litir, bækur og Andrésblöð. Einnig verður hægt að horfa á teiknimyndir og hvíla lúin bein í sófum. Þegar nær líður helginni verður boðið uppá andlitsmálningu og verður það auglýst sérstaklega. Settur verður upp lítill fótboltavöllur með mörkum, hægt verður að spreyta sig á stultum og leika sér í sandkassa. Áætlað er að hafa barnatjaldið opið meðan á keppnisdagskrá stendur. ATH! Ekki verður boðið upp á barnapössun og eru því börn á ábyrgð foreldra sinna. 

Alla vikuna verða hoppukastalar frá Skátunum staðsettir við hlið reiðhallarinnar (verður staðsett þar sem nú er bílastæði). 
Hoppukastalarnir verða opnir: 
Mánudag, þriðjudag og miðvikudag frá kl.12-16 
Fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag frá kl.11-17