Skemmtidagskrá

Stebbi Hilmars, Sigga Beinteins, Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti og margir fleiri!

Á landsmóti hestamanna verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá þar sem hægt verður að upplifa ekta íslenska hestagleði, tónlist og skemmtun. Rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum mun mæta á landsmót og halda uppi dúndrandi stemmingu meðal mótsgesta.

- á fimmtudegi spilar "The bookstore band"
- á föstudegi spilar Vignir Snær og hljómsveit ásamt gestasöngvurum Helga Björns, Sölku Sól, Gunna Óla og Hreim
- á laugardegi spilar Vignir Snær og hljómsveit ásamt gestsöngvurum Stebba Hillmars, Siggu Beinteins, Jónsa, Gunna Óla, Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauta, Magna, Ernu Hrönn og Hreim.

Hægt verður að kaupa dagpassa í aðalhliði mótsins við Breiðholtsbraut.