Fótaskoðun

                                                                                               Eggert Pálsson / mbl.is

Járningamannafélag Ísland sér um fótaskoðun á mótinu eins og verið hefur síðustu mót og starfa starfsmenn þeirra í umboði yfirdómara mótsins í gæðinga- og íþróttakeppni.

Fyrirkomulagið verður þannig: 

  • Fótaskoðun fer fram í fótaskoðunarhúsi á móti upphitunarvelli við Hvammsvöll
  • Ríflega 33% hrossa verður skoðað eða um það bil 1 af 3 í sérstakri forkeppni
  • Starfsmenn fótaskoðunar áskilja sér rétt til að skoða fleiri hesta en lenda í úrtaki, telji þeir tilefni til, enda dýravelferð ávallt í fyrirrúmi á mótinu
  • Geldingar eða ósýnd hross 145 cm á hæð eða hærri, þurfa að koma með sönnun/staðfestingu á hæð sinni, séu hófar lengri en 9 cm
  • Í barna- og unglingaflokki má einn forráðamaður fylgja knapa í fótaskoðun og knapi kemur ávall beint í fótaskoðun úr braut sé hann kallaður til
  • Knöpum ber skylda að kynna sér reglur um járningar og búnað í kafla 8.3. í almennum reglum um keppni á vef LH