Fjölmiðlar

Umsókn um fjölmiðlapassa

Hér fyrir neðan er eyðublað sem fjölmiðlafólk getur sótt/hlaðið niður og þannig sótt um blaðamannapassa fyrir Landsmót 2022. Senda skal umsóknina til Sóley Margeirsdóttur, fjölmiðlafulltrúa, landsmot@landsmot.is. Stjórn Landsmóts og fjölmiðlafulltrúi fara yfir allar umsóknir og ákveða hverjar skulu samþykktar og hverjum hafnað. Þess vegna er mikilvægt að vanda umsóknina í hvívetna. Athugið að mynd þarf að fylgja umsókninni, að öðrum kosti telst hún ógild. Frekari upplýsingar má finna á umsóknareyðublaðinu sjálfu. 

Umsóknum skal skila inn fyrir 1. júní 2022. Eftir þann tíma verður ekki tekið við umsóknum. Þegar umsókn hefur verið afgreidd og samþykkt fær umsækjandi tölvupóst með frekari upplýsingum.

Vinnuaðstaða

Á svæðinu verður sérstakt vinnuherbergi fyrir fjölmiðlafólk þar sem hægt verður að komast í þráðlaust netsamband  en gert er ráð fyrir því að fjölmiðlamenn komi með sínar tölvur sjálfir. Landsmót/Rangárbakkar taka enga ábyrgð á myndavélum, tölvum eða öðru sem kann að verða skilið eftir í vinnuaðstöðunni. 

Ljósmyndarar

Aðgangur ljósmyndara að keppnisvöllum verður að einhverju leyti takmarkaður, þ.e. einungis ákveðinn fjöldi ljósmyndara mun geta verið inni á vellinum í einu. Nánari upplýsingar um þetta og fleiri mál er varða mótið verða kynntar á mótsstað. 

Merki LM2022 má nálgast hér.

 Umsókn um blaðamannapassa - smellið hér til að hlaða niður Word skjali

Tengiliður blaðamanna og ljósmyndara

Sóley Margeirsdóttir

landsmot@landsmot.is 

s: 8677460