Glæsilegt markaðssvæði er hluti af því sem býr til skemmtilegan viðburð. Gestir Landsmóts segja í öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið á mótunum, að ómissandi hluti heimsóknar á Landsmót sé að gera góð kaup á ýmiskonar varningi á meðan mótinu stendur.
Stefnt er að staðsetja tjald með glæsilegu markaðssvæði í nánum tengslum við áhorfendabrekku við aðalvöll. Í tjaldinu verður hefðbundið sýningarkerfi með „básum“. Áhersla verður lögð á að skapa líflega „torgstemmingu“ á svæðinu, t.d. með tónlist og kynningum og söluaðilar eru eindregið hvattir til að leggja lóð sín á þær vogarskálar. Allar hugmyndir í þessa átt eru vel þegnar.
Stærð bása verður frá fjórum til tuttugu fermetrum en einnig eru í boði stærri svæði.
Leiguverð er eftirfarandi:
- 4 - 20 fermetrar: kr. 19.900. pr. fermetra án vsk.
- 20 – 60 fermetrar: kr. 17.900. pr. fermetra án vsk.
- 60+ fermetrar: kr. 16.500. pr. fermetra án vsk.
Innifalið í leigu er:
- Sýningarkerfi
- Merking á bás
- Rafmagn fyrir minni tæki eins og síma eða sjónvarp (ATH: ekki fyrir kaffivélar, eða ísskápa. Fjarlægð í tengil getur verið allt að 15 metrar)
- Netsamband á svæðinu
Hægt verður að kaupa auka rafmagnstengil á kr. 16.500 án vsk.
Gerður verður skriflegur leigusamningur við alla söluaðila. 60% leigunnar greiðist við undirritun samnings og 40% eigi síðar en 15. júlí. Notað verður kerfi frá Sýningakerfi ehf. Söluaðilar geta einnig leigt hjá þeim húsgögn svo sem borð, stóla, skápa o.fl., sjá www.syning.is. Þeir sem áhuga hafa á slíku hafi samband við Sýningakerfi ehf. í síma 551 9977 eða á netfangið syning@syning.is.
Til að tryggja sér svæði þarf að senda tölvupóst á netfangið eirikur@landsmot.is þar sem fram kemur stærð svæðis sem óskað er eftir og hverskonar vörur/þjónustu ætlunin er að selja, nafn og kennitala leigjanda (greiðanda) og nafn, símanúmer og netfang tengiliðs, auk upplýsinga um raforkuþörf.