Matarmenning

Það verður sannarlega nóg um að vera á Landsmóti á milli þess sem þú nýtur þess að horfa á glæsilega hesta á hringvellinum. 

Matur og drykkir

Á landsmótssvæðinu verður boðið upp á fjölbreytt úrval af mat og drykk. Stórt matarsvæði verður staðsett í tjaldi ofan við aðalhringvöllinn.  Þar verður boðið upp á fjölbreytt úrval af veitingum sem hægt verður að borða á staðnum eða taka með sér í brekkuna.  Matarvagnar og tjöld verða auk þess til staðar með fjölbreytt úrval af mat. 

Hér getur þú sótt um að fá stæði fyrir matarvagn.

Almenn innkaup

Auðvelt er að gera almenn matarinnkaup í nágrenninu, hægt er að skoða staðsetningar á verslunum á www.kjarval.is og www.kronan.is

Markaðstorg

Markaðstorg verður staðsett á plani á milli kynbótavallar og gæðingavallar í 900fm2 tjaldi. Allar nánari upplýsingar um það má finna hér.