
Hópreið hestamanna á LM2018 í Reykjavík / Eggert Jóhannesson, mbl.is
Hópreið hestamanna er jafnan eitt hátíðlegasta augnablikið á landsmótunum hverju sinni. Hópreiðin er hluti af setningarathöfn mótsins á fimmtudagskvöldinu 4. júlí. Sjá nánar í dagskrá.
Fyrir börn og unglinga er þetta oft mikil upplifun og vissulega stemning sem fylgir því að vera hluti af jafn tignarlegu samspili manna og hesta í stórum hópi sem kemur saman í fylkingu inná völlinn. Þess vegna eru það vinsamleg tilmæli að börn og unglingar njóti forgangs í þetta verkefni, í fylgd með reyndum reiðmönnum.
Fyrirkomulag hópreiðar verður svona:
Umsjónarmaður hópreiðarinnar:
Þorvarður Helgason
660 4612