Mikilvægir punktar

Hér má sjá nokkur atriði frá yfirdómara sem gott er að hafa í huga fyrir keppni í gæðingakeppni á Landsmóti 2024. Þetta er lifandi skjal og mögulega bætast fleiri atriði við. 

  •  Stökk í barnaflokki verður sýnt í plúsátt, þ.e. þegar riðið er upp á vinstri hönd þá er sýnt stökk á langhlið fjær dómurum (brekkumegin) og þegar riðið er upp á hægri hönd þá er sýnt stökk á langhlið nær dómurum.
  • Hinsvegar ef allir knapar í barnaflokki í sama holli eru sammála því að sýna stökk á langhlið fjær dómurum þegar riðið er uppá hægri hönd þá er það einnig leyfilegt. Foreldrar og forráðamenn þurfa að vera sammála um það áður en keppni í barnaflokki hefst og senda tilkynningu um það til yfirdómara áður en keppni hefst, oddasig@gmail.com. Það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að koma sér saman um hvar skal sýna stökk á langhlið, nær eða fjær dómurum, þegar knapar ríða upp á hægri hönd. 
  • Pískur í ungmennaflokki, A og B flokki er ekki leyfður á upphitunarsvæði.
  • Aðeins knapar mega vera í söfnunarhring.
  • Mikilvægt að knapar kynni sér reglur um fótabúnað og járningar.
  • Yfirdómari, dómarar og fótaskoðunarmenn geta óskað sérstaklega eftir því að knapi mæti í fótaskoðun þrátt fyrir að hann sé ekki í úrtaki.
  • Yfirdómari og dómarar geta farið fram á læknisskoðun hests.
  • Búið er að skipta aðkomu inn á völlinn í tvennt, svo knapar mætist ekki á leið inn og út af vellinum.
  • Yfirdómari mun bjóða upp á viðtalstíma fyrir keppendur á sunnudegi að loknum knapafundi, tímasetning og staðsetning auglýst nánar.
  • Búið er að þrengja brautina fyrir keppni í A-flokki, lagt verður fjær dómurum.

Yfirdómari gæðingakeppninnar er Oddrún Ýr Sigurðardóttir.

Minnum á að það er á ábyrgð keppenda að kynna sér lög og reglur.

Leyfður beislabúnaður:

https://www.feiffengur.com/documents/FEIF%20Equipment%20Manual_2023.pdf