Þátttökuréttur

Síðasti skráningardagur keppenda á landsmót 2024 verður 17. júní 2024

 

Gæðingakeppni

Fjöldi skráðra félagsmanna í hverju hestamannafélagi fyrir sig segir til um þann fjölda hrossa sem öðlast þátttökurétt í gæðingakeppni á Landmóti. Til viðbótar þeim hestum sem vinna sér þátttökurétt á Landsmóti í öllum flokkum í gegnum úrtökur hestamannafélaganna, fá efstu 6 hestar á stöðulistum sem ekki komust inn í gegnum úrtökur hjá sínum félögum, þátttökurétt á Landsmóti. Sjá nánar grein 6. 6. Val hrossa og keppenda á Landsmót í lögum og reglum LH. 

Dæmi:

  • Hestamannafélag með 1-125 félaga á félagaskrá öðlast rétt til að senda eitt hross í hvern keppnisflokk; þ.e. A og B flokk, barna-, unglinga- og ungmennaflokk.
  • Hestamannafélög með 126-250 skráða félaga:  2 hross í hverjum flokki.
  • Hestamannafélög með 251-375 skráða félaga: 3 hross í hverjum flokki, o.s.frv. 

Miðað er við fjölda skráðra iðkenda á félagaskrá hestamannafélaga 15. apríl 2024 en þá er skiladagur ársskýrslu og félagafjölda til ÍSÍ í gegnum skráningarkerfi Sportabler.

Tölt, skeið, Fjórgangur, fimmgangur og slaktaumatölt

Þátttökuréttur í tölti og skeiði miðast við stöðulista ársins 2024. Staða á stöðulistum er tekin að loknum löglegum íþróttamótum sem haldin eru fyrir 17. júní 2024. 

  • 30 efstu einkunnir í tölti
  • 20 bestu tímarnir í 100m skeiði
  • 14 bestu tímarnir í 150m skeiði
  • 14 bestu tímarnir í 250m skeiði
  • 20 efstu einkunnir í gæðingaskeiði

Líkt og undanfarin Landsmót verður hringt í efstu keppendur á stöðulistum. Knapar koma til með að skrá í gegnum Sportfeng og greiða þarf skráningargjöld við staðfestingu á þátttöku.