Ýmislegt

Partý mánudagsins verður verður án efa í herbúðum Horses of Iceland í félagheimili Fáks. Að lokinni keppni í barnaflokki býður Horses of Iceland öllum knöpum í barnaflokki Landsmóts í veislu, þar sem hverjum og einum keppanda er heimilt að taka með sér einn gest. Keppendum verða afhentar knapagjafir af ráðherra mennta- og barnamála, Ásmundi Einari Daðasyni. Að loknum knapagjöfum mætir svo hinn eini sanni Prettyboitjokko og heldur uppi stuðinu! Partýið hefst á slaginu kl.15:00 í félagsheimili Fáks. 

Gaman er að segja frá því að á meðan landsmóti stendur mun Horses of Iceland vera með ratleik í gangi um mótssvæðið, leikurinn verður kynntur nánar í partýinu en veglegir vinningar eru í boði!