Heilbrigðisskoðun

Eftirlit með velferð sýninga- og keppnishrossa verður samkvæmt fyrirkomulaginu “Klár í keppni” eins og verið hefur. Skyldumæting er í skoðunina "Klár í keppni". 

Með reglugerð um velferð hrossa var opinbert eftirlit með velferð hrossa á stórmótum fest í sessi og verður framkvæmt af starfsmönnum Matvælastofnunar. LM2016 var fyrsta landsmótið frá því reglugerðin tók gildi en þar er m.a. kveðið á um bann við notkun méla með vogarafli og tunguboga, bæði í sýningum og keppni. 

Skoðunin tekur til almenns heilbrigðis hrossanna með áherslu á fótaheilbrigði. Þá verður munnur hestanna skoðaður sérstaklega m.t.t. þrýstingssára eða annara áverka af völdum beislisbúnaðar. 

Þeir flokkar sem eiga að mæta í heilbrigðisskoðunina "Klár í keppni" eru:

  • A-flokkur
  • B-flokkur
  • Ungmennaflokkur
  • Tölt
  • Öll kynbótahross