Knapafundur

Sunnudaginn 30. júní kl.18:00 verður haldinn knapafundur fyrir alla keppendur mótsins, foreldrar eru velkomnir með keppendum í yngri flokkum. Á knapafundi munu mótsstjóri og yfirdómarar (gæðinga- og íþróttakeppni) fara yfir allar helstu reglur og fyrirkomulag keppninnar auk þess að svara fyrirspurnum frá keppendum.

Oddur Ólafsson frá HorseDay mun einnig lýsa og segja frá mótsskrá mótsins sem er að þessu sinni í HorseDay appinu og hvernig keppendur geta nýtt sér appið til hins ítrasta.

Knapafundurinn fer fram í Lýsishöllinni, sem er nú búið að breyta í mathöll.