Tjaldsvæði
Á mótssvæðinu verður að venju boðið upp á næg tjaldsvæði, þar sem knapar og gestir geta gist í tjöldum, fellihýsum, hjólhýsum eða húsbílum. Sú nýbreytni verður við bókun tjaldsvæða í ár er sú, að þeir sem hafa hug á að vera í tjaldi eða hýsi ÞURFA að bóka sér stæði og velja sér stæði með eða án rafmagns. Þannig er auðvelt fyrir fjölskyldur og/eða félög að bóka sér svæði fyrirfram.
Sú nýbreytni verður tekin upp í ár að öll tjaldsvæði verða bókuð á afmarkaðan stað, hvort sem um ræðir hjólhýsi með rafmagni, án rafmagns eða tjald.
Tjaldsvæði eru bókuð í gegnum tix.is eða hér
Verð fyrir tjaldsvæði verði eftirfarandi:
Svæði 1 og 2 Hjólhýsasvæði með rafmagni: 18.900 kr
Reiturinn er 6x12 metra á stærð og er ætlaður fyrir 1 hýsi með einni 10 ampera rafmagnstengingu sem nægir einu hýsi. Kaupandi hefur reitinn til afnota frá hádegi sunnudaginn 5. júlí til sunnudagsins 12. júlí kl. 14:00.
Svæði 3 Hjólhýsasvæði án rafmagns: 8.900 kr
Reiturinn er 6x12 metra á stærð og er ætlaður fyrir 1 hýsi. Kaupandi hefur reitinn til afnota frá hádegi sunnudaginn 5. júlí til sunnudagsins 12. júlí kl. 14:00.
Svæði 4 Tjaldsvæði fyrir tjald: 3.900 kr
Gjaldið gildir fyrir eitt tjald þó ekki stærra en 4mx4m innan afmarkaðs svæðis þar sem fleiri tjöld verða. Ekki má geyma bíl á tjaldsvæði fyrir tjöld. Kaupandi hefur reitinn til afnota frá hádegi sunnudaginn 5. júlí til sunnudagsins 12. júlí kl. 14:00.

Önnur gisting
Suðurlandið býður upp á marga og fjölbreytta gistimöguleika. Hótel, bændagisting, og ýmis önnur gistiúrræði standa gestum LM2020 til boða. Að auki eru mörg úrvals tjaldsvæði í nágrenninu sem hægt er að nýta sér.
Midgard Base Camp í Hvolsvelli aðstoðar gesti Landsmóts við að finna gistingu og er netfangið sleep@midgard.is
Bent er á vefinn www.south.is fyrir frekari upplýsingar.