
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að 66 norður og LM 2024 hafa gert með sér samstarfssamning um að þeir fyrrnefndu verði einn af aðalstyrktaraðilum mótsins. Án öflugs baklands styrktaðila væri ómögulegt að halda Landsmót.
Þá mun 66 norður setja upp verslun í markaðstjaldinu ofan Hvammsvallar og vera með frábær tilboð fyrir gesti Landsmóts á útivistarfatnaði.